mán 14. janúar 2019 18:00
Arnar Helgi Magnússon
Segir Rashford geta orðið jafn verðmætan og Mbappe
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford hefur blómstrað undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United en hann skoraði einmitt sigur mark United gegn Tottenham í gær.

Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi pistlahöfundur hjá The Times, dásamar Rashford í nýjasta pistli sínum.

„Rashford var algjörlega stórkostlegur í leiknum gegn Tottenham. Eftir úrslitaleikinn í FA bikarnum á síðasta tímabili þá gagnrýndi Mourinho hann eftir leikinn og sagði hann vanta karakter. Honum vantar það ekki í dag."

„Með þennan ógnarhraða og hættan sem að stafar af honum í hvert skipti sem að hann er með boltann, það er rosalegt að sjá þetta. Með þessu áframhaldi verður hann jafn verðmætur og Kylian Mbappe."

Þó svo að Cascarino hafi hrifist af Rashford í gær útnefndi hann David De Gea mann leiksins enda fátt annað sem að kom til greina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner