Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. janúar 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling sendi ungum aðdáanda bréf
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling sendi ungum aðdáanda sínum bréf eftir að amma stráksins hafði sett sig í samband við úrvalsdeildarstjörnuna.

Strákurinn heitir Ethan Ross og er stuðningsmaður Manchester City. Amma stráksins hafði samband við Sterling vegna þess að Ethan hefur mátt þola kynþáttaníð þrátt fyrir ungan aldur.

Sterling hefur sjálfur verið mikið í fjölmiðlum vegna umræðunnar um kynþáttafordóma í knattspyrnuheiminum.

„Kæri Ethan, elskulega amma þín Sue sagði mér frá kynþáttafordómunum sem þú hefur þurft að þola að undanförnu," skrifaði Sterling í bréfi sínu til stráksins.

„Þú mátt aldrei gleyma því að vera stoltur af því hver þú ert, þú mátt ekki láta þá taka hugrekkið af þér. Þú ert sterkur og hugrakkur og amma þín er mjög stolt af þér.

„Að segja frá fordómum sem maður verður fyrir mun ekki gera lífið auðveldara, en þú verður að muna að það er ekki auðvelt að breyta heiminum."




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner