Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. janúar 2019 12:06
Arnar Helgi Magnússon
United efst í öllum þáttum eftir komu Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina en Manchester United hefur unnið alla sex leiki sína undir hans stjórn.

Ef að staðan í ensku úrvalsdeildinni er skoðuð einungis frá því að Solskjær tók við þá situr Manchester United í toppsæti deildarinnar.

Liðið er með flest stig, fimmtán talsins, flest mörk skoruð, fæst mörk fengin á sig á bestu markatöluna.

Liverpool situr í öðru sæti með þremur færri stig en United. Manchester City gekk illa í desember og er því í 12. sæti þessarar stöðutöflu.

Lið Tottenham hefur skorað jafn mörg mörk og Manchester United en liðinu tókst þó ekki að skora á sínum eigin "heimavelli" gegn United í gær.

Ef tölfræði Jose Mourinho í síðustu leikjum sínum sem stjóri Manchester United er skoðuð þá vann liðið einungis einn af síðustu fimm leikjum hans.



Athugasemdir
banner
banner
banner