Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 14. janúar 2019 09:36
Arnar Helgi Magnússon
Willian: Framtíð mín er hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Brasiliíski kantmaðurinn í liði Chelsea, Willian hefur verið orðaður burt frá enska félaginu í janúar.

Barcelona hafði áhuga á leikmanninum síðasta sumar og hafnaði Chelsea þremur tilboðum frá spænska stórveldinu. Fréttir bárust af því í síðustu viku að Barcelona ætlaði sér að reyna við Willian á nýjan leik.

„Framtíð mín er hjá Chelsea. Ég á eitt og hálft ár eftir af samning og ég vil klára hann hjá Chelsea," segir Brassinn.

„Ég veit ekki hvort að félagið vill gera nýjan samning við mig en ég einbeiti mér að liðinu og að standa mig vel. Ég væri alveg til í að skrifa undir nýjan samning við Chelsea. Ef að þeir vilja það þá vil ég það.

Willian kom frá rússneska félaginu Anzhi Makhachkala árið 2013 og hefur unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar síðan þá.

„Ég er búinn að vera hér fjögur og hálft ár, búinn að vinna fullt af titlum og ég gæti ekki verið sáttari."
Athugasemdir
banner
banner
banner