Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 14. janúar 2020 18:00
Magnús Már Einarsson
Chanté og Sæunn framlengja við Hauka
Sæunn Björnsdóttir
Sæunn Björnsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sæunn Björnsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til næstu tveggja ára.

Sæunn var valin knattspyrnukona Hauka árið 2018 en hún er ein af lykil leikmönnum meistaraflokks kvenna þrátt fyrir ungan aldur en hún er aðeins 18 ára gömul. Hún á að baki 78 leiki í deild og bikar og hefur skorað 9 mörk.

Markvörðurinn Chanté Sherese Sandiford hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til lok árs 2022.

Chanté kom til Hauka fyrir síðasta tímabil frá Selfossi og var valin í lið ársins í Inkasso deildinni ásamt því að vera valin besti leikmaður Hauka að mati leikmana.

„Chanté er lykil leikmaður í meistaraflokki kvenna og er mikil fyrirmynd þegar kemur að æfingum og hugarfari. Hún þjálfar einnig 5. flokk kvenna ásamt því að sinna markvarðaþjálfun fyrir yngri markverði Hauka," segir á heimasíðu Hauka.

„Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningi við Chanté enda er hún mikilvægur hluti af Hauka fjölskyldunni."

Athugasemdir
banner
banner
banner