Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. febrúar 2018 16:40
Elvar Geir Magnússon
Af hverju er Aubameyang ólöglegur í Evrópudeildinni?
Það er mjög pirrandi fyrir Arsenal að Aubameyang skuli vera ólöglegur í Evrópudeildinni.
Það er mjög pirrandi fyrir Arsenal að Aubameyang skuli vera ólöglegur í Evrópudeildinni.
Mynd: Getty Images
Besta leið Arsenal í Meistaradeildina á næsta tímabili er mögulega að vinna Evrópudeildina eins og staðan er í dag. Arsenal leikur fyrri leik sinn gegn sænska liðinu Östersund í 32-liða úrslitum í Svíþjóð á morgun.

Það eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal að gabonski sóknarmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang, sem keyptur var frá Dortmund í janúarglugganum, er ólöglegur með Arsenal í Evrópudeildinni.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði Aubameyang verið löglegur enda ekkert spilað í Evrópudeildinni á tímabilinu, hann lék með Dortmund í Meistaradeildinni.

En þar sem Dortmund hafnaði í þriðja sæti síns riðils Meistaradeildarinnar og féll niður í Evrópudeildina er Aubameyang ólöglegur með Arsenal í ljósi þess að liðið gæti mætt Dortmund í keppninni.

Þetta er pirrandi fyrir Arsenal, ekki síst í ljósi meiðsla Alexandre Lacazette sem verður frá í sex vikur. Olivier Giroud, Theo Walcott og Alexis Sanchez voru seldir frá Arsenal í janúarglugganum og félagið hefur því ekki marga kosti sóknarlega í Evrópudeildinni.

Þess má geta að Sanchez, sem seldur var til Manchester United, verður löglegur með Rauðu djöflunum í Meistaradeildinni. Sanchez hefur aðeins leikið í Evrópudeildinni á þessu tímabili og það geta ekki orðið neinir árekstrar.
Athugasemdir
banner
banner
banner