Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 14. febrúar 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Le Tissier: Tæki Kane frekar en Ronaldo
Kane og Alli fagna marki.
Kane og Alli fagna marki.
Mynd: Getty Images
Matt Le Tissier, sérfræðingur Sky, segir að hann myndi frekar velja Harry Kane í sitt lið í dag heldur en Cristiano Ronaldo.

Kane hefur skorað 37 mörk í öllum keppnum á tímabilinu samanborið við 25 mörk hjá Ronaldo. Kane skoraði 37. markið gegn Juventus í gærkvöldi.

„Í augnablikinu, miðað við formið hjá þeim á þessu tímabili, þá myndi ég taka Harry Kane. Ronaldo hefur gert þetta í lengri tíma og það eru mörg tímabil þar sem þú myndir velja Cristiano frekar," sagði Le Tissier.

„Á þessu tímabili hefur Harry hins vegar farið upp í annan gæðaflokk. Hann hefur verið stórkostlegur undanfarin þrjú eða fjögur ár en á þessu tímabili hefur hann tekið þetta ennþá lengra."

Le Tissier gagnrýndi þó einnig Kane eftir leikinn gegn Juventus í gær.

„Það er einn lítill punktur sem þarf að nefna. Við skömmum erlenda leikmenn mikið fyrir dýfur og ég sá eitt í gærkvöldi sem ég kunni ekki vel við. Það var þegar Harry Kane dýfði sér til að reyna að fá víti."

„Hann þarf að taka þetta út úr leik sínum. Hann og Dele Alli verða að passa sig mjög vel í því hvernig þeir henda sér í jörðina."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner