banner
   mið 14. febrúar 2018 17:30
Elvar Geir Magnússon
Liðsfélagarnir hafa fyrirgefið Mahrez
Mahrez á æfingu.
Mahrez á æfingu.
Mynd: Getty Images
Claude Puel, stjóri Leicester, segir að Riyad Mahrez hafi ekki fengið mörg valentínusarkort þetta árið en að liðsfélagar hans hafi fyrirgefið honum.

Mahrez fór í verkfall eftir að Leicester neitaði að selja hann til toppliðs Manchester City í janúarglugganum.

En hann mætti á síðustu æfingu fyrir leik gegn Man City um liðna helgi og kom inn sem varamaður í leiknum. Hann gæti byrjað gegn Sheffield United í enska bikarnum á föstudaginn.

„Riyad þarf ekki valentínusarkort, hann á í góðu sambandi við liðsfélaga sína. Hann kom brosandi til baka og sagan er að baki. Allir leikmenn vilja halda áfram," sagði Puel brosandi.

„Hann fékk góðar móttökur þegar hann kom inn gegn Man City. Ég held að stuðningsmenn skilji hvað þetta er erfiður tími fyrir hann og félagið. Ég tel að við höfum öll staðið saman. Saman þurfum við að horfa fram á veginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner