Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. febrúar 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Hvað gerir PSG í Madríd?
Real er ríkjandi meistari.
Real er ríkjandi meistari.
Mynd: Getty Images
Meistaradeildin er byrjuð aftur að rúlla við mikla gleði fótboltaáhugamanna um allan heim. Í kvöld eru tveir leikir á dagskrá sem margir eru spenntir fyrir.

Liverpool er búið að missa Brasilíumanninn Philippe Coutinho frá því í riðlakeppninni, hann fór til Barcelona. Liðið heimsækir Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum.

Liverpool hefur litið nokkuð vel út án Coutinho í síðustu leikjum sínum og það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur í Portúgal í kvöld.

Leikurinn hefst 19:45 en á sama tíma er sú viðureign í 16-liða úrslitum sem þykir hvað mest spennandi, svona fyrir fram. Real Madrid, ríkjandi meistararnir, mæta Neymar og félögum í PSG.

Fyrri leikur liðanna er í Madríd í kvöld.

Real hefur gengið illa í heima fyrir í vetur. Nær PSG að slá út meistarana strax í 16-liða úrslitunum? Það á eftir að koma í ljós.

Leikir kvöldsins:
19:45 Porto - Liverpool (Stöð 2 Sport)
19:45 Real Madrid - PSG (Stöð 2 Sport 2)

Sameiginlegt lið Real Madrid og PSG
Athugasemdir
banner
banner