Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. febrúar 2018 17:10
Fótbolti.net
Níu ára X977 afmæli útvarpsþáttarins Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn var meðal annars sendur út frá Möðrudal í fyrra!
Útvarpsþátturinn var meðal annars sendur út frá Möðrudal í fyrra!
Mynd: Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net hefur verið samfleytt á X977 í níu ár.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson hafa stýrt þættinum í þessari mynd frá því í febrúar 2009 og halda upp á níu ára X-afmæli í dag.

Þátturinn er einn langlífasti sérþáttur í sögu íslensks útvarps en hann fór fyrst í loftið 2005 og er því í raun þrettán ára.

Í þættinum hafa skapast líflegar umræður, bæði alvarlegar og á léttu nótunum. Fjallað er um fótbolta á fjölbreyttan hátt og fjölmargir gestir hafa komið við sögu, þar á meðal flestir af strákunum okkar í landsliðinu og fræg nöfn á heimsvísu.

Þátturinn hefur þróast með breyttu fjölmiðlalandslagi og í dag er stór hópur sem hlustar á efni hans í gegnum Fótbolta.net, Vísi eða Podcast forrit.

Hér má finna upptökur úr þættinum



Saga útvarpsþáttarins

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net fór fyrst í loftið 2005 á Reykjavík FM. Þáttastjórnendur voru Elvar Geir Magnússon og Gunnar Jarl Jónsson.

Þátturinn varð daglega sumarið 2007 á Reykjavík FM. Þáttastjórnendur voru Gunnar Jarl Jónsson, Sigurbjörn Hreiðarsson og Doddi litli.

Veturinn 2007 fluttist þátturinn aftur yfir á laugardaga. Þáttastjórnendur voru Gunnar Jarl Jónsson, Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson.

Í febrúar 2009 var þátturinn svo endurvakinn sem laugardagsþáttur á X-inu. Í dag stýra Elvar Geir og Tómas Þór þættinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner