mið 14. febrúar 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Raiola að reyna að koma Icardi til Man Utd
Icardi í enska boltann?
Icardi í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Það hefur verið náin tenging milli Manchester United og umboðsmannsins Mino Raiola síðustu tvö ár.

Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba, Romelu Lukaku og Henrikh Mkhitaryan eru allir hjá Raiola og gengið í raðir United. Sá síðastnefndi fór svo til Arsenal í janúarglugganum.

Raiola hefur fengið vænar summur í vasann og græddi til að mynda 41 milljón punda á viðskiptum sínum varðandi Pogba.

Corriere dello Sport á Ítalíu segir að Raiola vonist til að koma öðrum skjólstæðingi sínum á Old Trafford, argentínska sóknarmanninum Mauro Icardi.

Hinn 24 ára Icardi gæti kostað í kringum 100 milljónir punda en hann hefur skorað 18 mörk í 24 leikjum á þessu tímabili fyrir Inter. Ítalska liðið byrjaði tímabilið frábærlega en svo fór að halla undan fæti.

Icardi er samningsbundinn Inter til 2021 en eiginkona leikmannsins, sem einnig er umboðsmaður hans, hefur verið í viðræðum við félagið um nýjan samning.

Ekki er ljóst hvort Inter nái Meistaradeildarsæti og það minnkar líkrnar á að félagið muni ná að halda Icardi, sem er fyrirliði liðsins.

Real Madrid er meðal áhugasamra félaga ef marka má fréttir að utan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner