Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 14. febrúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Zidane ekki að hugsa um framtíð sína
Mynd: Getty Images
„Í augnablikinu er ég ekki að hugsa um framtíð mína," sagði Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid á fréttamannafundi fyrir fyrri leikinn gegn PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Real Madrid er 17 stigum á eftir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni og úr leik í spænska bikarnum.

Margir telja að Zidane verði að vinna Meistaradeildina þriðja árið í röð til að halda starfi sínu.

„Ég er bara að hugsa um leikinn. Það er það eina sem ég hef stjórn á. Við erum að einbeita okkur að undirbúningi fyrir leikinn og sjáum síðan hvað gerist."

„Það verður alltaf pressa hér, það er venjulegt. Ég held hins vegar áfram að njóta þess."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner