fim 14. febrúar 2019 16:42
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Arsenal gegn BATE: Xhaka byrjar
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Jón Guðni Fjóluson er á bekknum hjá Krasnodar.
Jón Guðni Fjóluson er á bekknum hjá Krasnodar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal er í Hvíta-Rússlandi en klukkan 17:55 hefst fyrri leikurinn gegn BATE í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Mesut Özil var ekki valinn í hópinn hjá Unai Emery en hann hefur ekki verið ofarlega á blaði hjá spænska stjóranum. Özil varð eftir í einstaklingsæfingum á Englandi.

Þá er Aaron Ramsey, sem fer til Juventus í sumar, ekki með vegna hnémeiðsla.

Petr Cech stendur í marki Arsenal og Granit Xhaka snýr aftur í byrjunarliðið. Aubameyang er meðal varamanna.

Byrjunarlið BATE: Scherbitski, Filipovic, Dragun, Hleb, Skavysh, Rios. Filipenko, Stasevich, Volkov, Baga, Milic

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Koscielny, Mustafi, Monreal, Maitland-Niles, Guendouzi, Xhaka, Kolasinac, Iwobi, Mkhitaryan, Lacazette

(Varamenn: Leno, Elneny, Lichtsteiner, Torreira, Suarez, Nketiah, Aubameyang)

Hér að neðan má sjá leiki dagsins. Varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson er meðal varamanna hjá Krasnodar sem mætir Bayer Leverkusen í Rússlandi.

Leikir dagsins:
17:55 Lazio - Sevilla (Stöð 2 Sport)
17:55 BATE - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
17:55 Rapíd Vín - Inter
17:55 Slavia Prag - Genk
17:55 Krasnodar - Bayer Leverkusen
17:55 Rennes - Real Betis
17:55 Olympiakos - Dynamo Kiev
17:55 Galatasaray - Benfica
20:00 Viktoria Plzen - Dinamo Zagreb
20:00 Club Brugge - Salzburg
20:00 Zürich - Napoli
20:00 Shakhtar Donetsk - Eintracht Frankfurt
20:00 Celtic - Valencia (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Sporting Lissabon - Villarreal
20:00 Malmö - Chelsea (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner