Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. febrúar 2019 22:30
Arnar Helgi Magnússon
Cech: Yrði frábært að klára ferilinn á titli
Mynd: Getty Images
Petr Cech var í byrjunarliði Arsenal sem að tapaði gegn BATE Borisov í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Cech mun leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið en hann segir að það sé draumurinn að kveðja með titli.

Bernd Leno hefur verið aðalmarkvörður Arsenal á leiktíðinni en Petr Cech hefur þó fengið nokkra leiki.

„Að vinna Evrópudeildina væri frábært fyrir alla í klúbbnum. Það er líka gulrót að það fylgi Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð."

„Markmiðið er skýrt og það er að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Það er ekki auðvelt en við höfum tvær leiðir núna. Það er að lenda í fjórða sæti í deildinni eða vinna Evrópudeildina. Þetta yrði draumur fyrir mig, klára ferilinn á titli."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner