fim 14. febrúar 2019 21:55
Arnar Helgi Magnússon
Evrópudeildin: Chelsea marði Malmö - Þægilegt hjá Napoli
Barkley og Giroud skoruðu báðir.
Barkley og Giroud skoruðu báðir.
Mynd: Getty Images
Callejon skoraði.
Callejon skoraði.
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason átti flottan leik í liði Malmö sem að mætti Chelsea í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Arnór var nálægt því að skora á 54. mínútu þegar hann átti skot á markið en David Luiz náði að koma sér fyrir boltann áður en að það varð of seint. Arnór var tekinn útaf á 70. mínútu.

Ross Barkley kom Chelsea yfir á 30. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir góða sendingu frá Pedro. Chelsea leiddi í hálfleik, 0-1.

Olivier Giroud tvöfaldaði forystu Chelsea á 58. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Willian. Fyrir það var Malmö búið að eiga nokkra góða spretti.

Anders Christiansen klóraði í bakkann fyrir Malmö á 80. mínútu þegar að hann lagði boltann snyrtilega framhjá Kepa eftir sendingu frá Markus Rosenberg.

Lengra komust Svíarnir ekki og Chelsea í fínni stöðu fyrir síðari leikinn eftir viku á Stamford Bridge.

Napoli átti ekki í vandræðum með Zurich en lokatölur þar urðu 1-3 og Napoli svo gott sem komið áfram fyrir síðari leikinn. Valencia sótti góðan sigur til Skotlands en liðið sigraði Brendan Rodgers og félaga í Celtic, 0-2.

Úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Club Brugge 2 - 1 Salzburg
0-1 Zlatko Junuzovic ('17 )
1-1 Denswil ('64 )
2-1 Wesley ('81 )

Zurich 1 - 3 Napoli
0-1 Lorenzo Insigne ('11 )
0-2 Jose Callejon ('21 )
0-3 Piotr Zielinski ('77 )
1-3 Benjamin Kololli ('83 , víti)

Shakhtar D 2 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Martin Hinteregger ('7 )
1-1 Marlos ('10 , víti)
1-2 Filip Kostic ('50 )
2-2 Taison ('67 )
Rautt spjald:Taras Stepanenko, Shakhtar D ('11)

Celtic 0 - 2 Valencia
0-1 Denis Cheryshev ('42 )
0-2 Ruben Sobrino ('49 )

Sporting 0 - 1 Villarreal
0-1 Alfonso Pedraza ('3 )
Rautt spjald:Marcos Acuna, Sporting ('77)

Malmo FF 1 - 2 Chelsea
0-1 Ross Barkley ('30 )
0-2 Olivier Giroud ('58 )
1-2 Anders Christiansen ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner