Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. febrúar 2019 17:22
Hafliði Breiðfjörð
Gulli Jóns: Var ansi nálægt því að vera með maníu
Gunnlaugur Jónsson á hliðarlínunni með Þrótti síðasta sumar.
Gunnlaugur Jónsson á hliðarlínunni með Þrótti síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hilmar Þór
Gunnlaugur Jónsson sem hætti þjálfun Þróttar í fyrradag segir að hann hafi óttast um andlega heilsu sína eftir mjög viðburðaríkt ár.

Hlustaðu á Gunnlaug í Miðjunni hér eða í Podcast forritum

Gunnlaugur er í ítarlegu viðtali við Miðjuna á Fótbolta.net í dag þar sem hann ræðir um brottför sína frá félaginu.

Hann segir frá því að hann hafi greinst með geðhvarfasýki 18 ára gamall þegar hann æfði með Aberdeen í Skotlandi, sjúkdóm sem móðir hans og amma voru báðar með.

„Þegar ég horfi á síðasta sumar held ég að það hafi verið ansi stutt í að sjúkdómurinn myndi taka yfir. Það er langt síðan ég hef verið á öðru eins flugi á öllum vígstöðvum," sagði Gunnlaugur.

Hann segir frá viðburðaríku ári í viðtalinu frá því hann tekur við Þrótti í apríl en á þeim tíma gengur hann í gegnum skilnað, á í ástarsambandi, gerir stóran samning um framleiðslu sjónvarpsþátta og er að standsetja nýja íbúð auk þess að eiga tvö börn sem hann er með viku og viku.

„Ég var mjög þungur um haustið þegar tímabilinu lýkur, ég var alveg búinn á því. Þó ég hafi ekki verið lagður inn þá held ég að ég hafi verið ansi nálægt því að vera með maníu," sagði hann.

Hann ákvað svo í fyrradag að hætta þjálfun Þróttar og segir að það geri hann upp á að halda andlegri heilsu.

„Verkefnin fram að tímabili eru þannig að ég þyrfti að vinna marga tíma á nóttunni til að halda í við. Ég get ekki boðið sjálfum mér og mínum nánustu upp á það," segir hann.

„Þetta er ekki viturleg ákvörðun tekjulega því Þróttur var aðalstarfið mitt og fjölmiðlastarf er ekki vel borgað til langs tíma. Ég er í ágætismálum fram á sumar og svo þarf ég að leita mér að vinnu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner