Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 14. febrúar 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Hemmi vann enska bikarinn - Frændur fúlir eftir sigurinn á Man Utd
Hermann fagnar bikarmeistaratitlinum með Portsmouth árið 2008.
Hermann fagnar bikarmeistaratitlinum með Portsmouth árið 2008.
Mynd: Getty Images
„Þetta er eitthvað sem maður kemur alltaf til með að muna eftir," sagði Hermann Hreiðarsson í Miðjunni í vikunni aðspurður út í tilfinninguna að vinna enska bikarinn með Portsmouth árið 2008.

Á leið sinni sló Portsmouth meðal annars út lið Manchester United með 1-0 sigri á Old Trafford í 8-liða úrslitum. „Manchester var þarna með besta Manchester liðið vil ég meina. Þeir unnu Meistaradeildina og deildina og voru með frábært lið," sagði Hermann.

Hermann hafði sjálfur taugar til Manchester United áður en hann fór að spila í ensku úrvalsdeildinni. Frændur hans eru stuðningsmenn Manchester United og þeim var ekki skemmt eftir að Portsmouth sló United út.

„Ég fékk símtöl eftir leik. 'Djöfull voruð þið heppnir maður!' sögðu þeir. Í alvöru talað. Þeir voru fúlir. Þeir voru búnir að fá fimmtíu þúsund bikara og vinna allt en þeir fóru í fýlu."

Portsmouth vann fjóra af fimm leikjum sínum í bikarnum, þar á meðal leikinn gegn Manchester United í 8-liða úrslitum, leikinn gegn WBA í undanúrslitum og úrslitaleikinn gegn Cardiff.

„Í rútunni á leiðinni til baka (eftir leikinn gegn Manchester United) dettur það inn að Barnsley vinnur Chelsea. Þá voru þetta WBA, Cardiff, Barnsley og við. Við vorum lang sigurstranglegastir í undanúrslitum og við hugsuðum 'við eigum að vinna þetta."

Í Miðjunni talar Hermann meira um tímann hjá Portsmouth, Evrópuævintýri liðsins, Harry Redknapp, Kanu og fleira.

Hlustaðu á Hemma í Miðjunni hér eða í Podcast forritum
Athugasemdir
banner
banner
banner