fim 14. febrúar 2019 20:46
Arnar Helgi Magnússon
Lengjubikarinn: ÍA sigraði Leikni R.
Hörður lagði upp og skoraði eitt.
Hörður lagði upp og skoraði eitt.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA 2 - 0 Leiknir R.
1-0 Viktor Jónsson ('25 )
2-0 Hörður Ingi Gunnarsson ('90 )

ÍA og Leiknir R. mættust í fyrsta leik beggja liða í Lengjubikarnum í kvöld. Leikið var í Akraneshöllinni.

Viktor Jónsson kom ÍA yfir á 25. mínútu með geggjuðu marki. Hann fékk þá sendingu frá Herði Inga, Viktor tók boltann á lofti og setti hann í netið. Óverjandi fyrir Eyjólf Tómasson í marki Leiknis.

Sævar Atli Magnússon var nálægt því að jafna leikinn á 40. mínútu þegar hann skallaði boltanum í slánna.

Hörður Ingi Gunnarsson innsiglaði sigur ÍA í uppbótartíma þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og ÍA byrjar því Lengjubikarinn á þremur stigum. ÍA mætir Stjörnunni í næstu umferð en Leiknir R. fær Þór í heimsókn.

Þór og Magni eigast við í næsta leik riðilsins á mánudagskvöld.






Athugasemdir
banner
banner
banner