Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 14. febrúar 2019 16:21
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui um rússíbanaárið: Mjög ósanngjarnt hjá forsetanum
Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui.
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui.
Mynd: Getty Images
Spænski þjálfarinn Julen Lopetegui mun aldrei gleyma árinu 2018. Hann var rekinn sem landsliðsþjálfari Spánar rétt fyrir HM í Rússlandi eftir að hafa opinberað að hann myndi taka við Real Madrid eftir mótið.

Hann entist aðeins í þrjá mánuði hjá Real og var rekinn eftir fimm töp í sjö leikja hreinu, þar á meða 5-1 skell gegn Barcelona.

Í viðtali við BBC rifjar hann upp árið og meðal annars þá ákvörðun sína að staðfesa að hann myndi taka við Real. Hann taldi það rétt til að leyfa öllum að einbeita sér að HM.

Forseti spænska knattspyrnusambandsins sá hlutina í öðru ljósi og fannst að hann þyrfti að reka Lopetegui þar sem viðræður hans við spænska stórliðið höfðu farið fram án vitneskju sambandsins.

Mjög erfið stund
„Þetta var ekki auðvelt fyrir mig. Við lögðum á okkur mikla vinnu í tvö ár, okkur fannst við vera tilbúnir til að eiga frábært HM. Ég var búinn að segja já við Real Madrid en eina ábyrgðin sem ég hugsaði út í var HM. Að halda þessu leyndu í einn mánuð var ómögulegt og ég ákvað að vera hreinskilinn," segir Lopetegui.

„Leikmenn (spænska landsliðsins) brugðust vel við og eftir að ég tilkynnti þeim þetta og við áttum okkar bestu æfingu í þrjár vikur. Ég var ánægður með stöðuna en á endanum tók forsetinn þá ákvörðun að reka mig."

„Það var mjög erfið stund og ég mun aldrei gleyma henni því hún kom mér svo á óvart. Mér fannst þetta mjög ósanngjarnt. Það var fimm tíma flug frá Moskvu til Madrídar og ég sagði ekki orð. Mér fannst þetta mjög ósanngjarnt. Þetta var erfið lífsreynsla."

Ég svaf ekki
Degi eftir að Lopetegui kom frá Rússlandi var hann kynntur sem þjálfari Real Madrid og átti erfitt með að halda aftur af tárunum.

„Ég svaf ekki. Ég vissi ekki hvar ég var. Einn daginn var ég í Rússlandi að búa mig undir HM, þann næsta var ég á Santiago Benabeu með nýju liði. Þetta gerðist mjög hratt og var erfitt að meðtaka. Tilfinningarnar voru miklar. Það var erfitt að yfirgefa HM, það sem maður hafði dreymt um og lagt svo mikið á sig fyrir. Allar þessar tilfinningar og ég er mennskur. Það var erfitt að höndla þær," segir Lopetegui.

Dvölin hjá Real Madrid var mun skemmri en ráð hafði verið gert fyrir.

„Við áttum góða byrjun, liðið var að spila vel en svo áttum við þrár mjög slæmar vikur. Þú vonast til að hafa tíma til að finna lausn og við vorum vissir um að komast yfir þennan slæma hjalla. En ég hafði ekki tímann. Ég get ekki útskýrt betur"

„Ég ber alla virðingu fyrir Santiago Solari og leikmönnum. Það var frábært að vinna með þeim. Ég mun aldrei segja slæmt orð um Real Madrid. Að þjálfa hjá þessu félagi er mögnuð reynsla fyrir alla þjálfara. Ég vonaðist eftir því að fá meiri tíma en ég þarf að horfa til framtíðar," segir Lopetegui.
Athugasemdir
banner
banner
banner