Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. febrúar 2019 11:56
Elvar Geir Magnússon
Neymar og forseti Barcelona heyrast reglulega
Reglulega halda fjölmiðlar því fram að Neymar vilji fara aftur til Spánar.
Reglulega halda fjölmiðlar því fram að Neymar vilji fara aftur til Spánar.
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu, foseti Barcelona, segir að hann sé í reglulegu sambandi við brasilíska sóknarmanninn Neymar og að þeir hafi hist nýlega.

Hann segir þó að hvorki Neymar né hans starfsmenn hafi talað um löngun í endurkomu til Spánarmeistarana. Hann segir að „ómögulegt" sé að Neymar komi aftur.

Neymar yfirgaf Nývang og hélt til Parísar fyrir metfé 2017.

Reglulega koma fréttir um að þessi 27 ára leikmaður sé óánægður í Frakklandi og vilji halda aftur til Spánar. Lionel Messi hefur sagt að leikmanninum yrði tekið opnum örmum í klefa Börsunga.

„Ég hef haldið sambandi við Neymar yfir þessi ár. Við hittumst einu sinni en hann hefur aldrei sagt við mig að hann vilji koma aftur. Hann hefur ekki talað við neina í stjórninni um það," segir Bartomeu.

„Hann er samningsbundinn PSG, þetta er hans annað tímabil og það er mjög erfitt fyrir þá að selja hann. Það er því ekki möguleiki á að hann komi til baka."

Forsetinn segir að Börsungar hafi algjört traust til Philippe Coutinho og Ousmane Dembele en félagið eyddi háum fjárhæðum til að fylla skarð Neymar með þeim.

„Við settum traust okkar á þá. Þeir eru tvær af stærstu fjárfestingum í sögu félagsins og við treystum þeim 100%."
Athugasemdir
banner
banner