Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. febrúar 2019 23:00
Arnar Helgi Magnússon
Segir ákvörðun Rice blauta tusku í andlitið
Mynd: Getty Images
Declan Rice, leikmaður West Ham, hefur staðfest að hann hyggist spila fyrir enska landsliðið en ekki það írska.

Þessi tvítugi varnarleikmaður hefur leikið fyrir öll yngri landslið Írlands og á þrjá vináttulandsleiki fyrir Íra.

Kevin Kilbane, fyrrum leikmaður írska landsliðsins segir að ákvörðun Rice hafi komið sér á óvart.

„Ég er pirraður yfir því hversu langan tíma hann tók í að ákveða þetta."

Declan Rice gaf ekki kost á sér í landsliðið í haust en þá var hann enn að gera upp hug sinn.

„Um leið og hann hafnaði landsliðskallinu í september þá vissi ég að þetta var búið, ég hefði ekki valið hann eftir það. Þessi ákvörðun Rice er svolítið blaut tuska í andlitið fyrir stuðningsmenn írska landsliðsins."
Athugasemdir
banner
banner