fim 14. febrúar 2019 23:30
Arnar Helgi Magnússon
Spalletti vonast til að halda Icardi næstu árin
Mynd: Getty Images
Mauro Icardi var ekki í leikmannahóp Inter sem að mætti Rapid Wien í Evrópudeildinni í kvöld.

Icardi var í gær sviptur fyrirliðabandinu hjá Inter og það gefið Samir Handanovic, markverði liðsins.

„Ákvörðunin kom frá honum og við samþykktum hana. Þetta var erfið ákvörðun en við stöndum og föllum með henni. Það er ástæða fyrir þessu," sagði Spalleti aðspurður afhverju Icardi hafi ekki verið í hópnum í kvöld.

„Icardi er mjög mikilvægur fyrir liðið og hefur enn margt að gefa. Ég vona að hann verði hjá okkur í mörg ár í viðbót," sagði Spalletti eftir leikinn í kvöld.

Argentíski sóknarmaðurinn hefur vakið athygli annarra félaga og hefur hann helst verið orðaður við Juventus, Chelsea og Real Madrid. Það hefur reynst basl fyrir Inter að reyna að endursemja við hann.

„Samningaviðræðurnar tengjast ekkert atburðum síðustu daga. Við þurfum að ræða við Icardi og ræða við hann um næstu skref."
Athugasemdir
banner
banner
banner