Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. febrúar 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Tekur Willum við keflinu af Hleb hjá BATE?
Willum Þór Willumsson er að skoða aðstæður hjá BATE.
Willum Þór Willumsson er að skoða aðstæður hjá BATE.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum spilaði fyrsta leik með U21 síðastliðið haust.
Willum spilaði fyrsta leik með U21 síðastliðið haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og BATE Borisov komust í vikunni að samkomulagi um kaupverð fyrir Willum Þór Willumsson. Miðjumaðurinn ungi er nú í Hvíta-Rússlandi að skoða aðstæður ásamt föður sínum Willum Þór og Ólafi Garðarssyni umboðsmanni.

Þeir mæta á leik BATE og Arsenal í Evrópudeildinni í kvöld en það skýrist á næstu dögum hvort Willum skrifi undir í Hvíta-Rússlandi.

BATE er langstærsta félagið í Hvíta-Rússlandi en það hefur orðið meistari þar í landi þrettán ár í röð! Í Hvíta-Rússlandi er sumardeild en nýtt tímabil þar hefst í kringum mánaðarmótin mars/apríl. Á undanförnum níu tímabilum hefur BATE farið sjö sinnum í riðlakeppni í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Á þessu tímabili tapaði BATE gegn PSV Eindhoven í umspili um sæti í Meistaradeildinni. Liðið fór síðan í riðlakeppni í Evrópudeildinni þar sem það endaði í 2. sæti riðilsins á eftir Chelsea.

Hleb að gefa eftir
Stærsta stjarnan hjá BATE er Aleksander Hleb, fyrrum miðjumaður Arsenal og Barcelona. Hleb er orðinn 37 ára og farið er að draga af honum. Hleb spilar yfirleitt bara hluta leikja í dag en hann er þó oft í byrjunarliðinu í stórum leikjum. Að auki seldi BATE miðjumanninn Mirko Ivanic á dögunum til Rauðu Stjörnunnar.

Ef Willum gengur í raðir BATE mun hann fá það hlutverk að fylla í skörð Hleb og Ivanic á miðjusvæðinu á næsu árum. Willum er fjölhæfur miðjumaður en hann lék einnig á kantinum hjá Breiðabliki á síðasta tímabili.

Ekki margir yngri landsleikir
Hinn tvítugi Willum var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar hjá Fótbolta.net á síðasta tímabili. Willum spilaði einn leik í Pepsi-deildinni 2016 og átta leiki 2017 en í fyrra festi hann sig í sessi í liði Breiðabliks og skoraði sex mörk í nítján leikjum.

Willum spilaði sinn fyrsta U21 landsleik í október í fyrra og í janúar kom fyrsti A-landsleikurinn gegn Eistlandi í Katar. Willum lék aldrei með U17 ára landsliði Íslands og einungis tvo leiki með U19 ára liðinu.

Í vetur hefur ítalska félagið Spezia reynt ítrekað að kaupa Willum en án árangurs. Fleiri erlend félög hafa sýnt Willum áhuga en nú er BATE í kjörstöðu til að klára kaup á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner