Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. febrúar 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Álasunds: Hamren er hrifinn af Davíð
Davíð á æfingu hjá Álasundi.
Davíð á æfingu hjá Álasundi.
Mynd: Álasund
„Ég er virkilega ánægður með að koma hingað. Ég var hér í eina viku á reynslu og kynntist félaginu og bænum og var hrifinn af því sem ég sá," sagði Davíð Kristján Ólafsson í viðtali á heimasíðu Álasunds eftir að hann skrifaði undir þriggja ára samning hjá norska félaginu í dag.

Davíð kemur frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki en félögin náðu samkomulagi um kaupverð í vikunni. Hjá Álasundi hittir Davíð íslensku leikmennina Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson.

„Þetta er góður hópur af leikmönnum og það eru mikil gæði á æfingum. Núna stefni ég á að fá hjálp frá íslensku liðsfélögunum mínum til að kynnast félaginu og bænum betur. Ég hlakka til að sýna hvað í mér býr á fótboltavellinum."

Lars Bohinen, þjálfari Álasund, segir að Davíð hafi meðal annars fengið meðmæli hjá Erik Hamren landsliðsþjálfara Íslands. Hamren hrósaði Davíð í viðtali á Fótbolta.net eftir fyrsta landsleik hans í síðasta mánuði.

„Davíð stóð sig mjög vel þegar hann var hjá okkur og við höfum séð hann í leikjum á Íslandi og í leik með landsliðinu. Hamren er einnig hrifinn af Davíð svo við erum í góðum félagsskap," sagði Lars.
Athugasemdir
banner