Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. febrúar 2019 21:05
Arnar Helgi Magnússon
„Versta frammistaða Arsenal undir stjórn Emery"
Emery í brasi?
Emery í brasi?
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, var ekki hrifinn af frammistöðu Arsenal gegn BATE Borisov í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar fyrr í kvöld.

BATE sigraði leikinn 1-0 en sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

„Það verður að hrósa BATE fyrir frammistöðuna en Arsenal mætti bara ekki til leiks," sagði Keown eftir leikinn.

Völlurinn var ekki upp á sitt besta í dag en Keown segir að það sé ekki hægt að kenna vallaraðstæðum um tapið.

„Það væri léleg afsökun. Völlurinn var ekki góður en hann var ekki ástæðan fyrir tapinu."

„Maður bjóst við allt öðru liði í síðari hálfleik eftir þessa hörmung í fyrri en svo var ekki. Þetta er það allra, allra versta sem að ég hef séð frá Arsenal undir stjórn Emery."

„Ég hef ekki áhyggjur af því að Arsenal klári þetta ekki í síðari leiknum en þetta eru vonbrigði."
Athugasemdir
banner
banner