Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. febrúar 2019 19:31
Arnar Helgi Magnússon
Woodward vonast til að semja við De Gea fljótlega
Mynd: Getty Images
Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United, vonast eftir því að ná að klára að semja við David De Gea, markvörð liðsins, áður en að tímabilinu lýkur.

Þetta talaði Ed Woodward meðal annars um á blaðamannafundi fyrr í dag.

Nokkrir leikmenn hafa framlengt samning sinn við Manchester United á leiktíðinni en það eru þeir Phil Jones, Chris Smalling, Ashley Young, Anthony Martial og Scott McTominay.

Woodward var einnig spurður að því á fundinum hver staðan væri á yfirmanni knattspyrnumála og hvort að það stæði til að ráða slíka.

Hann svaraði því og sagði að stjórnendur félagsins væru alltaf að leita leiða til þess að bæta klúbbinn en gaf ekkert meira upp varðandi þá mögulegu ráðningu.

Woodward sagði að síðustu mánuðir hjá félaginu hafi verið viðburðarríkir áður en að hann óskaði Ole Gunnar Solskjær og Marcus Rashford til hamingju með það að hafa verið kosnir bestir í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner