Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. febrúar 2020 15:56
Elvar Geir Magnússon
Solskjær leið óþægilega - Spurður út í Babacar Sarr
Babacar Sarr í leik með Selfyssingum.
Babacar Sarr í leik með Selfyssingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ole Gunnar Solskjær leið óþægilega á fréttamannafundi í dag þegar hann var spurður út í Babacar Sarr.

Búið er að gefa út handtökuskipun á Sarr en hann er fyrrum leikmaður Selfoss hér á landi og lék undir stjórn Solskjær hjá Molde.

Sarr er ákærður fyrir nauðganir en Solskjær hélt áfram að spila leikmanninum í Noregi eftir að ásakanirnar komu fram.

„Þetta er klárlega ekki málefni sem Solskjær vildi vera að tjá sig um. Spurningar sem hann fékk voru þó mjög sanngjarnar. Hann var meðal annars spurður að því hvort það væri eftirsjá í því að hafa haldið áfram að velja Sarr," segir Simon Stone, fréttamaður BBC.

Hinn 28 ára gamli Sarr er frá Senegal en hann spilaði með Selfyssingum árið 2011 og 2012 þar sem hann vakti athygli félaga á Norðurlöndunum.

Sjá einnig:
Babacarr Sarr eftirlýstur - Ákærður fyrir nauðganir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner