Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. mars 2018 11:15
Elvar Geir Magnússon
Carragher settur í bann út tímabilið af Sky
Carragher er kominn í bann.
Carragher er kominn í bann.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, hefur verið settur í bann af yfirmönnum sínum út fótboltatímabilið eftir að hafa hrækt á fjölskyldubíl.

Tekið var upp á farsíma þegar Carragher hrækti inn um bílrúðu á fjórtán ára stelpu og föður hennar. Faðirinn hafði verið að hæðast að Carragher eftir 2-1 sigur Manchester United gegn Liverpool.

Carragher er fyrrum fyrirliði Liverpool.

Talsmaður Sky Sports segir að Carragher hafi tekið fulla ábyrgð á gjörðun sínum og að fyrirtækið myndi tryggja það að hann fengi þá hjálp sem hann þarf til að tryggja að svona gerist ekki aftur.

Talið er líklegt að Sky sendi Carragher á reiðistjórnunarnámskeið.

„Fyrir næsta tímabil munum við fá okkur sæti með Jamie og ræða um hvort hann sé tilbúinn að snúa aftur," sagði talsmaðurinn.

Carragher hefur sagt að ekki sé hægt að verja hegðun sína en hann hefur hringt í fjölskylduna sem varð fyrir hrákunni og beðist afsökunar.


Í nýrri Twitter færslu biðlar Carragher til fólks að láta faðirinn sem hæddist að Carragher í friði en maðurinn hefur sagt frá því í viðtali að hann hafi fengið alvarlegar hótanir frá stuðningsmönnum Liverpool eftir atvikið.

Carragher hefur lýst atvikinu sem sínum stærstu mistökum og segir að um stundarbrjálæði hafi verið að ræða. Fjölmiðlar segja að stelpan sem sat í farþegasætinu hafi fengið hráku hans beint í andlitið.

Carragher er einn vinsælasti sparkspekingur Englendinga og er mánudagsþátturinn hans gríðarlega vinsæll.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner