Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. mars 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bernardo Silva vill ekki mæta Ronaldo
Mynd: Getty Images
Bernardo Silva skrifaði undir þriggja ára samningsframlengingu við Manchester City í gær og er nú samningsbundinn Englandsmeisturunum út sumarið 2025.

Silva er 24 ára sóknarsinnaður miðjumaður frá Portúgal sem flutti til Manchester sumarið 2017, eftir að City hafði greitt 43 milljónir punda til að tryggja sér þjónustu hans.

Pep Guardiola sagði á dögunum að Silva væri mikilvægasti leikmaður Portúgal og var hann því spurður út í þau ummæli þegar hann krotaði undir samninginn.

„Ég held að fólk hafi misskilið það sem Pep meinti með orðum sínum. Cristiano er einn af bestu leikmönnum knattspyrnusögunnar þannig það er ekki hægt að bera mig saman við hann," sagði Silva þegar hann var spurður út í ummælin.

Man City er búið að tryggja sér þátttöku í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir samanlagðan 10-2 sigur gegn Schalke. Silva segist ekki vilja mæta Ítalíumeisturum Juventus, sem unnu Atletico Madrid 3-0 í fyrradag.

„Mig langar helst ekki að mæta Cristiano ef ég á að vera heiðarlegur. Ég þekki hann og veit hvað hann getur gert. Allir vita hvað hann getur gert."

Silva er búinn að spila 40 leiki fyrir City á tímabilinu og er kominn með 9 mörk og 10 stoðsendingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner