Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. mars 2019 14:36
Elvar Geir Magnússon
Hamren segir að völlurinn í Andorra sé slæmur
Icelandair
Frá landsleik Andorra og Portúgal 2017.
Frá landsleik Andorra og Portúgal 2017.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Í dag var landsliðshópur Íslands fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM opinberaður, útileikina gegn Andorra 22. mars og Frakklandi 25. mars.

Hér má sjá hópinn

Þjóðarleikvangur Andorra er með gervigrasi en landsliðið hefur ekki spilað keppnisleik á gervigrasi síðan í Kasakstan fyrir fjórum árum.

„Marg­ir af okk­ur hafa ekki spilað á slík­um velli í mörg ár. Þetta verður ekki létt­ur leik­ur á móti Andorra en ef við vinn­um ekki Andorra þá get­um við al­veg sleppt því að vera að hugsa um stór­mót. Við verðum að ná þrem­ur stig­um í Andorra og reyna svo að stríða Frökk­un­um. Fjög­ur stig í þess­um tveim­ur leikj­um yrði al­gjör draum­ur," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við mbl.is í lok síðasta mánaðar.

Hamren var spurður út í gæði gervigrasvallarins í Andorra og sagði Hamren að völlurinn væri einfaldlega vondur.

„Ég hef heyrt það en það þýðir ekki að hafa áhyggjur af því sem við getum ekki stjórnað," sagði Hamren.

Undirbúningur Íslands hefst á mánudaginn en liðið mun æfa í bænum Peralada á Spáni áður en haldið verður til Andorra daginn fyrir leik.

Á fréttamannafundi KSÍ í dag sagði Freyr að æft yrði á grasi í Peralada en svo á gervigrasi á aðalvelli Andorra daginn fyrir leik.

Andorra er í 132. sæti á styrkleikalista FIFA en hefur verið að ná ágætis úrslitum á heimavelli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner