fim 14. mars 2019 12:23
Elvar Geir Magnússon
Hudson-Odoi valinn í U21-landsliðið í fyrsta sinn
Hudson-Odoi.
Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi, vængmaður Chelsea, hefur verið valinn í enska U21-landsliðið í fyrsta sinn en framundan eru leikir gegn Póllandi og Þýskalandi.

Hudson-Odoi er 18 ára og hefur skorað fjögur mörk í sextán leikjum fyrir Chelsea á tímabilinu. Hann á þó enn eftir að byrja leik í úrvalsdeildinni.

Meðal annarra leikmanna í hópnum eru Phil Foden hjá Manchester City, Aaron Wan-Bissaka hjá Crystal Palace, James Maddison hjá Leicester og Tammy Abraham hjá Aston Villa.

England tekur þátt í EM U21-landsliða í sumar í sjöunda sinn í röð en mótið fer fram á Ítalíu og San Marínó að þessu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner