banner
   fim 14. mars 2019 22:22
Arnar Helgi Magnússon
Jói Kalli gerir fimm ára samning við ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍA sem að gildir næstu fimm árin.

Jói Kalli tók við ÍA fyrir síðasta tímabil og kom hann liðinu upp í efstu deild í fyrstu tilraun. ÍA hefur farið á kostum á undirbúningstímabilinu en liðið hefur einungis tapað einum leik af átta og unnið sjö þeirra.

„Ég er mjög ánægður með það mikla traust sem mér er sýnt með því að framlengja samningin minn við ÍA sem þjálfari meistaraflokks karla. Framtíðin er björt í fótboltanum á Akranesi og framundan er metnaðarfullt uppbyggingarstarf," segir Jóhannes Karl á heimasíðu ÍA.

Skagamenn eru hæstánægðir með störf Jóhannesar.

„Mikil ánægja hefur verið hjá ÍA með samstarfið við Jóhannes Karl og glæsilegt gengi síðastliðið sumar endurspeglar það. Starf hans hjá ÍA hefur svo einkennst af miklum metnaði og sigurvilja sem hefur smitað út frá sér í öllu starfi félagsins," kemur einnig fram á heimasíðu félagsins.

Næsti leikur ÍA er gegn Magna á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner