Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 14. mars 2019 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Jón Daði ekki í landsliðinu - Bakslag í meiðslunum
Icelandair
Jón Daði er enn að glíma við meiðsli
Jón Daði er enn að glíma við meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Sóknarmaðurinn, Jón Daði Böðvarsson leikmaður Reading í Championship deildinni á Englandi var ekki valinn í landsliðshóp Erik Hamren fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni Evrópumótsins.

Jón Daði hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa á þessu tímabili.

„Hann er með svipuð meiðsli og Alfreð í kálfanum en það varð smá bakslag í meiðslum hans. Það getur alltaf gerst. Því miður getur hann því ekki verið með í næstu viku," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari í viðtali við Fótbolta.net.

Jón Daði lék síðast með Reading um miðjan febrúar.

Hér má sjá landsliðshópinn sem valinn var í hádeginu í dag í heild sinni.
Erik Hamren: Ég er búinn að vera þyrstur lengi
Athugasemdir
banner
banner