Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. mars 2019 10:04
Elvar Geir Magnússon
Kvennalandsliðið til Suður-Kóreu í apríl
Ian Jeffs og Jón Þór Hauksson.
Ian Jeffs og Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið leikur tvo vináttuleiki gegn Suður-Kóreu ytra í apríl, en leikirnir fara báðir fram í nágrenni höfuðborgar landsins, Seúl.

Leikirnir fara fram 6. og 9. apríl, en leikstaðir og leiktímar hafa ekki verið staðfestir.

Íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni áður mætt Suður-Kóreu, en það var árið 2014 í undanúrslitum á Ólympíuleikum æskunnar. Liðin gerðu þar 1-1 jafntefli, en Suður-Kóreumenn höfðu betur í vítaspyrnukeppni og mættu Perú í úrslitaleik. Ísland lék gegn Grænhöfðaeyjum um 3. sætið í mótinu og vann 4-0 sigur.

Ísland hefur leik í undankeppni EM kvenna 2021 í ágúst en okkar stelpur eru í riðli með Svíþjóð, Ungverjalandi, Slóvakíu og Lettlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner