Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. mars 2019 22:11
Arnar Helgi Magnússon
Lengjubikar kvenna: Agla skoraði í sigri á móti sínu gamla félagi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 0 Stjarnan
1-0 Agla María Albertsdóttir ('39 )
2-0 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('73 )

Breiðablik hafði betur gegn Stjörnunni þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars kvenna í Fífunni í kvöld.

Agla María Albertsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 39. mínútu og kom Breiðablik yfir. Agla var þarna að skora gegn sínum gömlu félögum en hún gekk til liðs við Breiðablik frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og það voru því Blikar sem að leiddu í hálfleik.

Hin unga Bergþóra Sól Ásmundsdóttir tvöfaldaði forystu Breiðabliks þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Bergþóra er fædd árið 2003 og lék með Augnablik síðasta sumar.

Lokatölur í Fífunni í kvöld, 2-0, Breiðablik í vil sem er með sex stig eftir tvo leiki. Stjarnan með fjögur stig eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner