fim 14. mars 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Merson ræður ekki við spilafíknina
Paul Merson er fimmtugur.
Paul Merson er fimmtugur.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrum leikmaður Englands og Arsenal, hefur stigið fram í sjónvarpsþætti í Bretlandi og viðurkennt að hann ráði ekki við spilafíkn sína.

Merson er háður eiturlyfjum, áfengi og veðmálum en hann var líka að berjast við fíknina á meðan leikmannaferill hans stóð yfir.

Eitt sinn sagðist hann hafa íhugað að puttabrjóta sig til að koma í veg fyrir að hann myndi hringja í veðmangara meðan hann spilaði með Aston Villa.

„Maður hefur svo mikinn frítíma í atvinnumennskunni, líf mitt var stjórnlaust. Fíknin var það mikil að mér leið illa þó ég væri búinn að vinna eitthvað veðmál. Ég spilaði fyrir enska landsliðið og átti alla peninga heimsins en vildi samt drepa mig," segir Merson.

„Ég er að fá hjálp með spilafíknina. Ég er farinn að sækja AA fundi aftur og líf mitt er betra. Ég er hættur að drekka."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner