Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. mars 2019 20:44
Arnar Helgi Magnússon
Mourinho segir að ráðningin á Zidane sé frábær
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane var í vikunni ráðinn stjóri Real Madrid á nýjan leik eftir að hafa hætt með liðið eftir síðasta tímabil.

Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Santiago Solari með liðið og ákváðum stjórnarmenn Real að grípa í taumana. Jose Mourinho var nefndur til sögunnar sem arftaki Solari áður en að Zidane var ráðinn.

„Þetta er fullkomin ráðning hjá Real Madrid. Zidane fær nú tækifæri til að koma til baka og sýna hversu góður þjálfari hann er," sagði Jose Mourinho um ráðninguna.

Mourinho segist ekki hafa verið svekktur að það hafi verið litið framhjá honum þegar þeir réðu Zidane.

„Ég var aldrei búinn að tjá mig um það hvort að ég vildi starfið eða ekki. Ég er ánægður fyrir hönd Real að hafa fengið Zidane."

Fyrsti leikur Zidane sem stjóri Real er gegn Celta Vigo á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner