Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. mars 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri bálreiður yfir vellinum í Kænugarði
NSC Olimpiyskiy, heimavöllur Dynamo Kiev, var notaður undir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra.
NSC Olimpiyskiy, heimavöllur Dynamo Kiev, var notaður undir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra.
Mynd: Getty Images
Chelsea heimsækir Dynamo Kiev til Úkraínu í kvöld og er Maurizio Sarri brjálaður yfir ástandinu á vellinum í Kænugarði. Chelsea er búið að æfa á vellinum og mun líklega senda formlega kvörtun á UEFA vegna ástandsins.

Völlurinn er hálffrosinn enda er ansi kalt í Úkraínu um þessar mundir og telja leikmenn og starfsmenn Chelsea þetta ástand auka líkur á meiðslum leikmanna til muna.

„Þetta er hörmung. Völlurinn er ekki góður, það er mjög, mjög hættulegt að spila fótbolta hérna. Ég héld að það sé mjög auðvelt að meiðast á þessum velli, en svona er ástandið," sagði Sarri á fréttamannafundi í gær.

„Það er engin önnur lausn en ég skil ekki þessa forgangsröðun hjá UEFA. Það virðist skipta sambandið meira máli að félög skili inn gögnum tímanlega heldur en að tryggja öryggi leikmanna. Ég veit ekki hvers vegna þessi völlur er svona slæmur en það gæti verið veturinn. Ég spilaði hérna fyrir tveimur árum og þá var völlurinn æðislegur."

Willian tók undir orð Sarri og gagnrýndi ástand vallarins. Chelsea vann fyrri leikinn þó 3-0 heima og mun líklegast tefla fram hálfgerðu varaliði í Kænugarði í kvöld. Gonzalo Higuain er ekki með vegna veikinda og Eden Hazard verður hvíldur á bekknum, enda er mikilvægur deildarleikur framundan gegn Everton um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner