Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2019 20:16
Arnar Helgi Magnússon
Schalke rekur þjálfarann eftir hörmungarnar í Manchester
Mynd: Getty Images
Schalke hefur rekið Domenico Tedesco eftir skellinn sem að liðið fékk gegn Manchester City í Meistaradeildinni.

Leikurinn á Etihad-vellinum á þriðjudag var hans síðasti sem stjóri liðsins. Honum lauk með 7-0 sigri City.

„Ákvörðunin var allt annað en auðvelt. Við þökkum Tedesco fyrir allt sem að hann hefur gert fyrir klúbbinn," segir Jochen Schneider, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska félaginu.

Tedescotók við Schalke í júní árið 2017 en hann kom þá frá liðinu Erzgebirge Aue, sem að leikur í 2. deildinni í Þýskalandi.

Schalke situr í fjórtánda sæti þýsku deildarinnar og mætir RB Leipzig um helgina.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner