Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. mars 2019 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Skýrist um helgina hvert Viðar fer
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Sóknarmaðurinn, Viðar Örn Kjartansson er á leið frá Rostov á láni. Viðar segir að það ætti að skýrast um helgina hvert hann fer en fjölmörg lið eru eftir sóknarmanninum sem hefur fengið fá tækifæri með Rostov í rússnesku deildinni.

Viðar gekk í raðir Rostov í ágúst á síðasta ári frá Maccabi Tel Aviv í Ísrael.

Við greindum frá því í vikunni að Viðar væri á leiðinni til Djurgarden. Í kjölfarið bættust við fleiri lið. Sex félög vilja fá Viðar á láni til sín samkvæmt Expressen

Nokkur félög frá Svíþjóð hafa áhuga á honum ásamt liðum frá Bandaríkjunum og FC Astana í Kasakstan.

„Þetta er verður klárað um helgina. Ég er svona nokkurn veginn búinn að ákveða hvert ég fer," sagði Viðar Örn í samtali við Fótbolta.net.

Viðar hefur reynslu úr sænska boltanum eftir dvöl sína hjá Malmö þar sem hann virtist vera óstöðvandi. Hann endaði sem næstmarkahæstur í sænsku deildinni þrátt fyrir að skipta yfir til Maccabi Tel Aviv á miðju tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner