Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 14. mars 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Southgate: Velgengni ensku liðanna gæti haft slæm áhrif
Mynd: Getty Images
Fjögur ensk lið hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Á morgun verður síðan dregið í 8-liða úrslitin.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir að ef enskt lið kemst í úrslit gæti það haft áhrif á enska landsliðið en liðið er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar.

Þrettán leikmenn úr þessum fjórum ensku liðum eru í 25 manna hóp Englands sem að Southgate valdi í dag fyrir leikina framundan í undankeppni EM2020.

Úrslitaleikur Meistardeildarinnar er 1. júní og Englendingar mæta Hollandi þann 6. júní í Þjóðadeildinni.

„Það gæti bara haft mikil áhrif á okkar undirbúning. Segjum að ef tvö af þessum liðum væru í úrslitaleiknum þá myndu leikmennirnir úr þeim liðum ekki hitta hópinn fyrr en á mánudegi og leikurinn við Hollendinga er á fimmtudaginn," segir Soutgate.

„Við erum komnir í undanúrslit og það er langt síðan að enska liðið átti jafn góðan möguleika á stórum titli. Svo loksins þegar að þessu kemur þá mögulega færðu ekki alla leikmennina þegar þú vil.t"
Athugasemdir
banner