Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 14. mars 2019 13:33
Arnar Daði Arnarsson
Tom Joel nýr styrktar- og þolþjálfari landsliðsins
Icelandair
Íslenska landsliðið fær nýjan fitness þjálfara.
Íslenska landsliðið fær nýjan fitness þjálfara.
Mynd: Getty Images
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands tilkynnti það á fréttamannafundi landsliðsins í dag að KSÍ hafi ráðið nýjan fitness þjálfara.

Tom Joel hefur verið ráðinn sem fitness þjálfari landsliðsins en hann tekur við af Þjóðverjanum, Sebastian Boxleitner sem starfaði með liðinu fyrir og í kringum HM í Rússlandi í sumar.

Tom Joel hefur starfað sem fitness þjálfari hjá Leicester City á Englandi frá árinu 2011.

Á fréttamannafundi KSÍ í dag var einnig opinberað hvaða leikgreinendur starfa með Erik Hamren og Frey Alexanderssyni í undankeppninni. Það eru Magni Fannberg, Davíð Snorri Jónasson, Jón Þór Hauksson og Gunnar Borgþórsson.

Magni sér um að kortleggja Tyrki og Jón Þór sér um Andorra og Albaníu. Davíð Snorri sér um Albaníu og Frakkland en Gunnar verður þeim innan handar.

Hægt er að sjá landsliðshóp Íslands hér.
Athugasemdir
banner
banner