Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. mars 2020 18:30
Elvar Geir Magnússon
Jenas: Það ætti að aflýsa bikarnum
Jermaine Jenas.
Jermaine Jenas.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Jermaine Jenas segir að aflýsa ætti ensku bikarkeppninni þetta tímabilið.

Öllum fótboltaleikjum á Englandi hefur verið frestað vegna kórónaveirunnar til 4. apríl. Sérfræðingar telja yfirgnæfandi líkur á því að frestunin verði lengri.

Jenas segir að fótboltayfirvöld á Englandi ættu að leggja allt kapp á að klára deildirnar.

„Við þurfum að losa okkur við bikarkeppnina og klára deildakeppnina," segir Jenas.

UEFA mun funda á þriðjudag um hvort færa eigi EM landsliða aftur um eitt ár og þá munu aðgerðir varðandi Meistaradeildina og Evrópudeildina vera ákveðnar.

„Mér finnst deildakeppnirnar í löndunum mikikvægastar. Það er erfitt að gera alla ánægða og 50% af enskum úrvalsdeildarliðum yrðu ánægð ef tímabilið yrði flautað af núna."
Athugasemdir
banner
banner