lau 14. apríl 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
United og Chelsea kusu á móti myndbandsdómgæslu
Leikmenn Man Utd ræða hér við dómara.
Leikmenn Man Utd ræða hér við dómara.
Mynd: Getty Images
Engin myndbandsdómgæsla verður í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur en þetta var tilkynnt í gær.

Forráðamenn félaga í ensku úrvalsdeildinni komu saman á fundi og höfnuðu þar að halda áfram myndbandsdómgæslu í deildinni.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að sitt félag hafi ekki hafnað því að halda áfram myndbandsdómgæslu í deildinni en að önnur stórlið hafi ákveðið að gera það.

„Ég er viss um að Manchester City hafi samþykkt myndbandsdómgæslu en önnur stórlið, United og Chelsea vildu ekki hafa hana áfram," sagði Guardiola.

„Þetta er allt í lagi, þetta mun einhvern tímann gerast. Ekki bara á Englandi, heldur um allan heim. Dómarar þurfa hjálp."

VAR kerfið var notað í bikarkeppnum á Englandi í vetur og mun verða notað þar áfram á næsta tímabili. Þá verður kerfið notað á HM í Rússlandi næsta sumar.

Sjá einnig:
Man Utd fékk afsökunarbeiðni vegna VAR mistaka
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner