Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. apríl 2019 14:47
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Ingvar og Frederik héldu hreinu í stórsigrum
Ingvar og félagar eru á leið upp um deild.
Ingvar og félagar eru á leið upp um deild.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ingvar Jónsson og félagar í Viborg eru komnir á topp dönsku B-deildarinnar eftir stórsigur gegn botnliði Thisted í dag.

Ingvar hélt markinu hreinu í 0-4 sigri sem kemur aðeins þremur dögum eftir tap Silkeborg, sem er í öðru sæti tveimur stigum á eftir.

Frederik Schram hélt einnig hreinu er Roskilde vann stórsigur gegn Nyköbing og fjarlægðist fallsvæðið með miklivægum stigum.

Það er góð stemning hjá Frederik og félögum í Hróarskeldu en félaginu var bjargað frá gjaldþroti um mánaðarmótin og er liðið nú komið þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Nyköbing 0 - 5 Roskilde

Thisted FC 0 - 4 Viborg
Athugasemdir
banner
banner
banner