Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. apríl 2019 17:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool kláraði erfiðustu hindrunina
Mohamed Salah skoraði frábært mark.
Mohamed Salah skoraði frábært mark.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool 2 - 0 Chelsea
1-0 Sadio Mane ('51 )
2-0 Mohamed Salah ('53 )

Manchester City var nú ekki lengi á toppnum í ensku úrvalsdeildinni. City komst á toppinn með sigri á Crystal Palace áðan, en Liverpool er búið að endurheimta toppsætið.

Liverpool fékk Chelsea í heimsókn í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Anfield.

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill. Liverpool var meira með boltann án þess að skapa sér mörg marktækifæri.

Í upphafi seinni hálfleiks kom hins vegar fyrsta markið; það þurfti ekki að bíða lengi eftir því. Markið skoraði Sadio Mane eftir fyrirgjöf frá fyrirliðanum Jordan Henderson. Mane að eiga geggjað tímabil.

Annað mark leiksins kom stuttu síðar og það var eitt stórglæsilegt mark. Mohamed Salah smellhitti boltann fyrir utan teig. Enginn séns fyrir Kepa Arrizabalaga í marki Chelsea.


Eden Hazard ógnaði Liverpool í kjölfarið. Hann fékk tvö fín færi til að skora. Fyrri tilraun hans fór í stöngina og sú seinni var varin af Alisson.

Liverpool náði eftir það að landa sigrinum, lokatölur 2-0 og Liverpool aftur á toppinn. Liverpool er með tveggja stiga forystu sem á Manchester City sem á leik til góða.

Chelsea er í fjórða sæti með 66 stig, tveimur stigum meira en Manchester United sem er í fimmta sæti. Chelsea hefur hins vegar leikið einum leik meira en United og tveimur leikjum meira en Arsenal, sem er í sjötta sæti með 63 stig.

Hér að neðan má sjá leikina sem Englandsmeistarakandídatarnir eiga eftir. Liverpool var að klára sína erfiðustu hindrun í dag.

Leikirnir sem Liverpool á eftir:
Cardiff (úti)
Huddersfield (heima)
Newcastle (úti)
Wolves (heima)

Leikirnir sem Man City á eftir:
Tottenham (heima)
Manchester United (úti)
Burnley (úti)
Leicester (heima)
Brighton (úti)
Athugasemdir
banner
banner