Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 14. apríl 2019 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grikkland: Jafnt í Íslendingaslag - PAOK hársbreidd frá titlinum
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jafntefli var niðurstaðan þegar Larissa og PAOK mættust í Íslendingaslag í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Ögmundur Kristinsson var í markinu hjá Larissa en Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekknum hjá PAOK. Sverrir hefur ekki enn spilað mínútu fyrir PAOK í deildinni frá því hann kom til félagsins í janúar. Hann hefur aðeins spilaði í bikarkeppninni.

PAOK náði forystunni í leiknum á 55. mínútu en Larissa jafnaði innan við tíu mínútum síðar.

Larissa er í tíunda sæti deildarinnar en PAOK er hársbreidd frá deildarmeistaratitlinum. Liðið á eftir tvo leiki og er með átta stiga forystu á Olympiakos, sem á þrjá leiki eftir. PAOK er enn taplaust í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner