Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. apríl 2019 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hjörtur spilaði í tapi - Gaui og Heimir missa af stigum í Færeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Bröndby 1 - 2 FC Kaupmannahöfn
1-0 S. Hedlund ('9)
1-1 R. Skov ('40)
1-2 V. Fischer ('45)

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn er Bröndby tapaði fyrir FC Kaupmannahöfn í danska boltanum.

Bröndby komst yfir snemma leiks en Robert Skov og Viktor Fischer sneru stöðunni við fyrir leikhlé.

Heimamenn í Bröndby áttu síðari hálfleikinn en þeim tókst ekki að brjóta sterka vörn Kaupmannahafnar á bak aftur og voru 1-2 lokatölur.

Hjörtur og félagar eru í fimmta sæti deildarinnar, þremur stigum frá Evrópudeildarsæti. Kaupmannahöfn er með átta stiga forystu á toppnum.

KÍ Klaksvik 2 - 0 NSÍ Rúnavík

TB Tvöroyri 1 - 1 HB Þórshöfn

Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson hafa ekki farið vel af stað með sín félög í Færeyjum og skánaði gengi liðanna ekki í dag.

Lærisveinar Guðjóns hjá NSÍ Rúnavík töpuðu fyrir KÍ Klaksvík á meðan ríkjandi meistarar í HB Þórshöfn, sem spila undir Heimi, gerðu jafntefli við TB Tvöroyri.

NSÍ er með sjö stig og HB er með sex eftir fimm umferðir.
Athugasemdir
banner
banner