sun 14. apríl 2019 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Í lagi með Stendel eftir líkamsárás Barton
Mynd: Getty Images
Barnsley er búið að staðfesta að það er í lagi með Daniel Stendel, knattspyrnustjóra félagsins, eftir að Joey Barton réðist á hann í gær. Félagið segir Stendel vera með sjáanlega áverka í framan en hann hafi aldrei verið í alvarlegri hættu.

Barton, sem stýrir Fleetwood Town, og Stendel höfðu eitthvað að segja í leikmannagöngunum eftir sigur Barnsley í leik liðanna og enduðu þau samskipti með líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og kom hún í veg fyrir að Barton yfirgæfi svæðið eftir verknaðinn.

Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri er með málið til rannsóknar í samstarfi við bæði félög og stjórn EFL, sem sér um neðri deildir enska boltans.

„Fleetwood Town hefur frétt af meintu atviki sem gerðist eftir leikinn gegn Barnsley á laugardaginn. Við erum að skoða málið og munum ekki tjá okkur frekar að svo stöddu," segir í yfirlýsingu Fleetwood, sem gæti þurft að losa sig við Barton vegna atviksins.

Sjá einnig
Árás Joey Barton - Blóð flæddi úr andliti Stendel
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner