Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. apríl 2019 20:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Napoli lengdi bið Juventus - Inter styrkti stöðu sína
Mynd: Getty Images
Úrslitin voru eftir bókinni í síðustu tveimur leikjum dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Napoli sá til þess að Juventus þarf aðeins að bíða eftir því að fá staðfest-svigann á Ítalíumeistaratitilinn enn eitt árið. Napoli vann 3-1 sigur á botnliði Chievo.

Varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly, sem hefur verið orðaður við Manchester United, skoraði tvö mörk fyrir Napoli.

Napoli er 17 stigum á eftir Juventus þegar bæði lið eiga sex leiki eftir. Það er í rauninni aðeins tímaspursmál hvenær Juventus verður krýndur meistari.

Chievo féll úr deildinni með tapinu. Liðið er aðeins með 11 stig að loknum 32 leikjum og var fall óumflýjanlegt.

Inter vann þá Frosinone með sömu markatölu. Argentínumaðurinn umdeildi Mauro Icardi spilaði allan leikinn fyrir Inter og lagði upp síðasta markið.

Inter styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Inter núna með 60 stig, fimm stigum meira en AC Milan sem er í fjórða sæti.

Frosinone er í næst neðsta sæti og er útlitið ekki gott. Emil Hallfreðsson lék með liðinu í upphafi tímabils en er núna hjá Udinese.

Frosinone 1 - 3 Inter
0-1 Radja Nainggolan ('19 )
0-2 Ivan Perisic ('37 , víti)
1-2 Francesco Cassata ('61 )
1-3 Matias Vecino ('90 )

Chievo 1 - 3 Napoli
0-1 Kalidou Koulibaly ('15 )
0-2 Arkadiusz Milik ('64 )
0-3 Kalidou Koulibaly ('81 )
1-3 Bostjan Cesar ('90 )

Sjá einnig:
Önnur úrslit dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner